Atvinnulíf

Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Jensína K. Böðvarsdóttir og Torben Nielsen.
Jensína K. Böðvarsdóttir og Torben Nielsen. Vísir/Vilhelm

Of margir íslenskir stjórnendur vanda sig ekki nógu við að hlusta vel en taka þess í stað ákvarðanir sem byggja á þeirra eigin forsendum eða mati segja þau Torben Nielsen og Jensína K. Böðvarsdóttir ráðgjafar hjá alþjóða ráðgjafafyrirtækinu Valcon. Að sögn Jensínu er þetta þó ekki eitthvað sem er bundið við íslenska stjórnendur heldur þekkt einkenni stjórnenda um allan heim. „Fólk endar þá með að gefast upp og hætta að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnendur“ segir Jensína og bætir við „Það er svo sorgleg sóun á mannauði, sköpunarhæfni og hugmyndum þegar stjórnendur hlusta ekki nógu vel.“

Torben er með aðsetur í Danmörku, þar sem höfuðstöðvar Valcon eru, en hefur síðustu fjögur árin unnið náið með mörgum stjórnendum á Íslandi, nú í samstarfi við Jensínu. Sjálfur er Torben danskur og hefur í um þrjátíu ár unnið víðs vegar um heiminn sem stjórnandi og ráðgjafi.

En hvers vegna falla stjórnendur í þá gryfju að hlusta ekki nógu vel?

Torben og Jensína segja skýringuna liggja í því sem kallað er meðvituð eða ómeðvituð leiðtogafærni (e. conscious leader behavior vs. unconscious). Að sögn Torbens skiptist leiðtogafærni í þrjá flokka:

#1: Leiðtogafærni sem telst eyðileggjandi (e. Destroying)

#2: Leiðtogafærni sem telst stöðnuð (e. Maintaing)

#3: Leiðtogafærni sem er í sífelldri þróun (e. Developing)

Stjórnendur í flokkum #1 og#2 hættir til að gefa sér niðurstöður fyrirfram, hlusta ekki á aðra og taka ákvarðanir sem byggja á þeirra eigin tilfinningum eða skoðunum. 

Þegar þetta er verður útkoman oftar en ekki sú að stjórnandinn hlustar aðeins á Já-fólkið í kringum sig.

Sjá einnig fyrri hluti viðtals:

Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp

Torben segir að vissulega hljómi það eilítið betur að teljast staðnaður stjórnandi frekar en eyðileggjandi. Hins vegar sé útkoman oft sú sama því fólk sem starfar með stöðnuðum stjórnendum hættir oft fljótlega að tjá sig því það óttast afleiðingarnar og kýs fremur að halda friðinn. Útkoman er því svipuð og hjá stjórnendum í flokki #1.

Stjórnandi sem nær hins vegar að tilheyra flokki #3 er sá stjórnandi sem vandar sig við að hlusta. Þessir stjórnendur vilja kalla fram ólíkar skoðanir og skilja á hverju ólík sjónarmið byggja. Fólk sem vinnur með svona stjórnendum á auðvelt með að tjá sig og viðra hugmyndir sínar.

Jensína segir mjög fáa íslenska stjórnendur hlusta nægilega vel og að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir stjórnendum annars staðar í heiminum.Vísir/Vilhelm

Flestir stjórnendur í hópi #1 og #2

Torben segir að því miður sé staðreyndin sú að flestir stjórnendur tilheyri lýsingum samkvæmt flokkum #1 og #2, þ.e. teljast eyðileggjandi eða staðnaðir stjórnendur. 

Það eigi við um íslenska stjórnendur eins og annars staðar. Jensína tekur undir þetta.

Því miður eru það kannski bara tveir til þrír aðilar sem mér dettur í hug sem ná þeirri leiðtogafærni að hún teljist í sífelldri þróun. 

Eflaust eru þeir fleiri en eins og Torben er í raun að benda á skiptir svo miklu máli að þjálfa stjórnendur þannig að þeir læri að hlusta betur og komist þannig í flokk #3 með sína færni“ segir Jensína.

Þar bendir Torben á einfalda æfingu sem stjórnendur geta gert til að þjálfa sig í betri hlustun. Æfingin felst í því að stjórnendur leggja sérstaka áherslu á að hlusta betur á fundum og gefa sjálfum sér síðan endurgjöf eftir hvern fund þar sem þeir meta það hvernig og hvort þeim hafi tekist tilætlunarverk sitt. 

Í einstaka góðum hópum er jafnvel hægt að biðja aðra fundargesti um að gefa endurgjöf eftir að fundi lýkur. Endurgjöfin á þá ekki að beinast að umræðuefninu sjálfu heldur því hvort ólík sjónarmið hafi fengið áheyrn. „Til að kynna sér hugmyndirnar betur mæli ég til dæmis með efni eftir Robert Keagan, Jennifer Berger and Kenn Wilber“segir Jensína að lokum.


Tengdar fréttir

Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum

Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.