Makamál

Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð?

Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Finnst þér í lagi að hætta með einhverjum í gegnum skilaboð?
Finnst þér í lagi að hætta með einhverjum í gegnum skilaboð? Getty/ Mykola Sosiukin-EyeEm

Nú er deit menningin hér á landi oft mjög rafræn. Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit spila stórt hlutverk þegar fólk byrjar að deita einhvern nýjan. Samskiptin eru oft eingöngu í gegnum símann, sem gefur ákveðna fjarlægð líka. Þetta velja margir að nýta sér og slíta samböndum eða samskiptum með því að senda skilaboð.Það er eitt að vera hafnað, en annað að fá skilaboð um sambandsslit. Með því að hætta með einhverjum rafrænt, er hægt að forðast ákveðna ábyrgð. Þetta er auðveldara fyrir þann sem er að slíta samskiptunum en getur verið enn sárara fyrir þann sem fær fréttirnar í skilaboðum. Út frá þessu kemur spurning okkar að þessu sinni. Hefur þú hætt með einhverjum í gegnum textaskilaboð? Hefur einhver hætt með þér í gegnum skilaboð? Endilega svaraðu könnuninni hér fyrir neðan. 

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.