Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Fólk sem baktalar mikið og er í því að dreifa kjaftasögum er dæmi um fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn. Vísir/Getty Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir. Vinnustaðurinn Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir.
Vinnustaðurinn Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf