Tengslamyndun: Eftirsóknarverðustu eiginleikarnir Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 08:45 Hvernig upplifir fólk þig þegar þú hittir það? Vísir/Getty Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira