Atvinnulíf

ABC hafnaði þessari auglýsingu fyrir nýbakaðar mæður

Rakel Sveinsdóttir skrifar
ABC vildi ekki sýna auglýsingu fyrir nýbakaðar mæður í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar
ABC vildi ekki sýna auglýsingu fyrir nýbakaðar mæður í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar Frida Mom

Sjónvarpsstöðin ABC sætir nú harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum ytra fyrir það að hafa hafnað því að sýna auglýsingu fyrir nýbakaðar mæður. Auglýsandi er fyrirtækið Frida Mom. 

Forsvarsmenn ABC gáfu þá skýringu að auglýsingin þætti of gróf og sýna of mikið. Þessi höfnun ABC hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er leikkonan Busy Phillips sem segist þreytt á því að búa í heimi sem hreinlega hafnar því að sjá hvernig það er að vera kona.

Auglýsinguna átti að sýna í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar og var því mikið lagt undir, enda þykja þau auglýsingapláss mjög dýr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.