Viðskipti innlent

Hraðlestin flytur úr Kringlunni á Grensásveg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hraðlestin hefur verið í Kringlunni síðan í september 2013.
Hraðlestin hefur verið í Kringlunni síðan í september 2013.

Indverski veitingastaðurinn Hraðlestin mun flytja úr Kringlunni þann 29. febrúar næstkomandi og færa sig yfir á Grensásveg 3.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Hraðlestarinnar þar sem segir að opnað verði á Grensásvegi um leið og framkvæmdum þar lýkur:

„Þann 17. september 2013 opnuðum við Hraðlestina okkar í Kringlunni. Senn líður að lokum þess kafla í sögu okkar því við munum flytja úr Kringlunni þann 29. febrúar nk.

Við förum þó ekki langt því starfsemi Kringlunnar verður flutt í nýtt húsnæði á Grensásvegi 3, sem við vonum að geti þjónað viðskiptavinum okkar vel í hádeginu og á kvöldin.

Við opnum dyrnar þar um leið og framkvæmdum lýkur. Við þökkum Kringlunni fyrir farsæl ár og hlökkum til næsta kafla í sögu Hraðlestarinnar - í 108 Reykjavík,“ segir í Facebook-færslu Hraðlestarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.