Atvinnulíf

Niðurstöður könnunar: Margir sakna skilveggja og skrifstofa

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Tæp helmingur aðspurðra segja að þeim líði ekki nógu vel í opnum vinnurýmum.
Tæp helmingur aðspurðra segja að þeim líði ekki nógu vel í opnum vinnurýmum.

Í síðustu viku var spurt um opin vinnurými og hvernig fólki liði að starfa í þeim. Opin vinnurými eru ekki það sama og verkefnamiðuð vinnurými því í slíkum vinnurýmum er opið vinnurými bara einn valkostur af mörgum fyrir starfsfólk. Opin vinnurými gera hins vegar ráð fyrir að fólk hafi fasta starfstöð í opnu vinnurými.

Alls bárust 2,059 svör og var niðurstaðan afgerandi sú að fólki líður ekki nógu vel í opnum vinnurýmum eða 46%. Þetta er í samræmi við niðurstöður sem gerðar hafa verið erlendis.

Athygli vekur að um fjórðungur segist sakna skilveggja og skrifstofa eða ríflega 25%. Um 18% eru ánægð og líður vel en um 10% segjast ekki þekkja neitt annað.


Tengdar fréttir

Engin forstjóraskrifstofa lengur á Landspítalanum

Hönnun nýs Landspítala háskólasjúkrahús tekur meðal annars mið af því að þar verði verkefnamiðuð vinnuaðstaða. Stjórnendur hafa ekki lengur skrifstofur enda innleiðing hafin meðal 250 starfsmanna sem nú starfa í Skaftahlíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×