Körfubolti

Fjórtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant var óstöðvandi 22. janúar 2006.
Kobe Bryant var óstöðvandi 22. janúar 2006. Getty/Sean M. Haffey

22. janúar 2006 átti Kobe Bryant magnaðan leik með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni og í dag eru því nákvæmlega fjórtán ár síðan að enginn gat stoppað Kobe í Staples Center.

Los Angeles Lakers vann leikinn 122-104 og Kobe Bryant var með 81 af 122 stigum síns liðs í leiknum.

Kobe Bryant hitti 28 af 46 skotum sínum en alls setti hann niður sjö þriggja stiga skot.

Hér fyrir neðam má sjá myndbrot frá þessu eftirminnilega kvöldi í Los Angeles.



Kobe Bryant bætti þarna félagsmet Los Angeles Lakers sem Elgin Baylor hafði átt en Elgin Baylor skoraði á sínum tíma 71 stig í einum leik.

Þetta var líka það næstmesta sem leikmaður hafði skorað í NBA-leik á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain frá 1962.



Það fylgir sögunni að Lakers liðið var undir nær allan leikinn og náði ekki að komast yfir fyrr en í lokaleikhlutanum. Bryant þurfti því að hafa fyrir öllum sínum stigum og Lakers þurfti á þeim að halda í spennandi leik.

Þetta var annars ótrúlegur mánuður hjá Kobe Bryant en skoraði þá að meðaltali 43,4 stig í leik.

Jalen Rose var einn af leikmönnum Toronto Raptors sem reyndu að stoppa Kobe í þessum leik og Bryant ætlar ekki að leyfa honum að gleyma því eins og sjá má hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×