Straumar og stefnur atvinnulífsins 2020: Fimm helstu atriðin Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2020 09:00 Heilsueflandi vinnustaðir er eitt af því sem gera má ráð fyrir að fólk heyri meira um árið 2020. Vísir/Getty Atvinnulífið gengur í gegnum strauma og stefnur eins og allt annað. Þau atriði sem talin eru verða mest áberandi árið 2020 eru flest orðin sýnileg á Íslandi nú þegar. Það að hagnaður sé ekki lengur það eina sem skiptir máli er eitthvað sem við heyrum æ oftar. Að kynjahlutföll skipti meira máli í ráðningum eða að fyrirtæki leggi aukna áherslu á sjálfbærni. Hér eru þau fimm atriði sem eru talin verða mest áberandi í straumum og stefnu atvinnulífsins 2020. Fleira en hagnaður skiptir máli. Við erum aðeins farin að finna nasaþefinn af þessari umræðu. Sumir hafa sett þetta í samhengi við loftlagsmálin, aðrir kynjahlutföll innan fyrirtækja og fleira mætti telja. Í könnun sem Fortune gerði árið 2019 svöruðu 72% aðspurðra að þeir teldu fyrirtæki eiga að stýrast af fleiri þáttum en eingöngu rekstrarniðurstöðu. 64% sögðust telja að hagnaður og markmið um samfélagslega ábyrgð ættu hvoru tveggja að vera meginmarkmið reksturs. Heilsueflandi vinnustaðir. Kulnun hefur víða verið áberandi í umræðunni og það ekki aðeins á Íslandi. Forbes er einn fjölmargra erlendra miðla sem hefur fjallað um mikilvægi heilsueflandi vinnustaða og segir þetta markmið eiga vera ofarlega á verkefnalista hvers fyrirtækis árið 2020. Forbes vísar m.a. til rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum í fyrra þar sem niðurstöður sýndu að um helmingur aldamótakynslóðarinnar færðu sig til á milli vinnustaða vegna álags og heilsubrests. Aldamótakynslóðin eru einstaklingar sem fæddir eru á níunda og tíunda áratugnum. Sömu niðurstöður fyrir Z kynslóðina sýndu hlutfallið 75% en Z kynslóðin vísar til fólks sem fætt er 1996 eða síðar. Stafrænni veröld býður upp á meiri sveigjanleika og fjarvinnu fyrir fleiri. Fjarvinna var eitthvað sem fór að komast í umræðuna upp úr aldamótum. Í kjölfar netsins gátum við orðið sítengd. Smátt og smátt fjölgar störfum þar sem fjarvinna verður valkostur og fyrir vikið fara fleiri fyrirtæki að bjóða upp á fjarvinnu sem valkost. Þessi þróun er sögð líkleg til að opna ný tækifæri fyrir fólk sem til dæmis glímir við fötlun og hefur fyrir vikið átt erfitt með að taka þátt á almennum vinnumarkaði en gæti gert það í fjarvinnu. Þá getur þetta skapað atvinnutækifæri fyrir fólk sem býr fjarri þéttbýliskjörnum. Að horfa út um gluggan í smá stund er sagt geta hjálpað okkur við einbeitingu þegar við höldum áfram að vinna.Vísir/Getty Að gera EKKERT verður vinsælt. Þegar kemur að því innra með okkur er því spáð að næst á eftir núvitund og hugleiðslu sem hafa verið vinsæl síðustu árin, komi nú markmiðið um að gera EKKERT. Það sé þá hluti af því að efla okkur í starfi og hverju öðru sem við fáumst við. Að stara út um gluggann í smá stund er til dæmis sagt geta okkur við einbeitingu og fókus þegar við höldum áfram að vinna. Að dagdreyma er sagt efla sköpunargleðina. ,,Niksen“ er dæmi um bylgju sem gengur út á að kenna fólki að gera ekkert og New York Times hefur meðal annarra fjallað um. Fæðingarorlof foreldra. Í réttindamálum er sagt að umræðan um fæðingarorlof foreldra verði mest áberandi. Víða erlendis er staðan þó önnur en hér og í Bandaríkjunum felst umræðan því helst í rétti feðra til að taka orlof. Á Íslandi má gera ráð fyrir umræðu um þessi mál líka þar sem fyrirliggur frumvarp á Alþingi um lenginu fæðingarorlofs. Þar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðm í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021. Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Atvinnulífið gengur í gegnum strauma og stefnur eins og allt annað. Þau atriði sem talin eru verða mest áberandi árið 2020 eru flest orðin sýnileg á Íslandi nú þegar. Það að hagnaður sé ekki lengur það eina sem skiptir máli er eitthvað sem við heyrum æ oftar. Að kynjahlutföll skipti meira máli í ráðningum eða að fyrirtæki leggi aukna áherslu á sjálfbærni. Hér eru þau fimm atriði sem eru talin verða mest áberandi í straumum og stefnu atvinnulífsins 2020. Fleira en hagnaður skiptir máli. Við erum aðeins farin að finna nasaþefinn af þessari umræðu. Sumir hafa sett þetta í samhengi við loftlagsmálin, aðrir kynjahlutföll innan fyrirtækja og fleira mætti telja. Í könnun sem Fortune gerði árið 2019 svöruðu 72% aðspurðra að þeir teldu fyrirtæki eiga að stýrast af fleiri þáttum en eingöngu rekstrarniðurstöðu. 64% sögðust telja að hagnaður og markmið um samfélagslega ábyrgð ættu hvoru tveggja að vera meginmarkmið reksturs. Heilsueflandi vinnustaðir. Kulnun hefur víða verið áberandi í umræðunni og það ekki aðeins á Íslandi. Forbes er einn fjölmargra erlendra miðla sem hefur fjallað um mikilvægi heilsueflandi vinnustaða og segir þetta markmið eiga vera ofarlega á verkefnalista hvers fyrirtækis árið 2020. Forbes vísar m.a. til rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum í fyrra þar sem niðurstöður sýndu að um helmingur aldamótakynslóðarinnar færðu sig til á milli vinnustaða vegna álags og heilsubrests. Aldamótakynslóðin eru einstaklingar sem fæddir eru á níunda og tíunda áratugnum. Sömu niðurstöður fyrir Z kynslóðina sýndu hlutfallið 75% en Z kynslóðin vísar til fólks sem fætt er 1996 eða síðar. Stafrænni veröld býður upp á meiri sveigjanleika og fjarvinnu fyrir fleiri. Fjarvinna var eitthvað sem fór að komast í umræðuna upp úr aldamótum. Í kjölfar netsins gátum við orðið sítengd. Smátt og smátt fjölgar störfum þar sem fjarvinna verður valkostur og fyrir vikið fara fleiri fyrirtæki að bjóða upp á fjarvinnu sem valkost. Þessi þróun er sögð líkleg til að opna ný tækifæri fyrir fólk sem til dæmis glímir við fötlun og hefur fyrir vikið átt erfitt með að taka þátt á almennum vinnumarkaði en gæti gert það í fjarvinnu. Þá getur þetta skapað atvinnutækifæri fyrir fólk sem býr fjarri þéttbýliskjörnum. Að horfa út um gluggan í smá stund er sagt geta hjálpað okkur við einbeitingu þegar við höldum áfram að vinna.Vísir/Getty Að gera EKKERT verður vinsælt. Þegar kemur að því innra með okkur er því spáð að næst á eftir núvitund og hugleiðslu sem hafa verið vinsæl síðustu árin, komi nú markmiðið um að gera EKKERT. Það sé þá hluti af því að efla okkur í starfi og hverju öðru sem við fáumst við. Að stara út um gluggann í smá stund er til dæmis sagt geta okkur við einbeitingu og fókus þegar við höldum áfram að vinna. Að dagdreyma er sagt efla sköpunargleðina. ,,Niksen“ er dæmi um bylgju sem gengur út á að kenna fólki að gera ekkert og New York Times hefur meðal annarra fjallað um. Fæðingarorlof foreldra. Í réttindamálum er sagt að umræðan um fæðingarorlof foreldra verði mest áberandi. Víða erlendis er staðan þó önnur en hér og í Bandaríkjunum felst umræðan því helst í rétti feðra til að taka orlof. Á Íslandi má gera ráð fyrir umræðu um þessi mál líka þar sem fyrirliggur frumvarp á Alþingi um lenginu fæðingarorlofs. Þar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðm í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021.
Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00
Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00