Gott úrval veiðileyfa á Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 8. janúar 2020 10:43 Þessa dagana sitja veiðimenn yfir framboði á veiðileyfum fyrir komandi sumar og eins og venjulega er úrvalið gott. Veiðivísir ætlar á næstu dögum og vikum að skoða það framboð sem er hjá veiðifélögum og leigutökum svona rétt til að sjá hvað er í boði og við erum núna að skoða vefinn Veiða.is en þar hefur svæðum fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og er vefurinn í dag orðinn einn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu. Af urriðasvæðum sem eru þar í boði má t.d. nefna Staðartorfu, Presthvamm og Syðra Fjall í Laxá en þetta eru minna þekktu svæðin í þeirri annars vel þekktu á og þarna má oft gera fína veiði. Sjóbirtingssvæðin við Vatnamót og Hraun í Ölfusi eru einnig fáanleg þarna og vert er að nefna að Hraun er þrælskemmtilegt svæði með góða veiðivon og þá sérstaklega snemma á sumrin. Við fundum líka leyfi í Brennuna, Straumana, Langadalsá, Mýrarkvísl, Fremri Laxá, Miðfjarðará silungasvæði og Hvannadalsá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er því alveg þess virði að kíkja á vefinn hjá þeim og sjá hvort það sé ekki eitthvað spennandi svæði í boði sem þú hefur ekki prófað ennþá. Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Þessa dagana sitja veiðimenn yfir framboði á veiðileyfum fyrir komandi sumar og eins og venjulega er úrvalið gott. Veiðivísir ætlar á næstu dögum og vikum að skoða það framboð sem er hjá veiðifélögum og leigutökum svona rétt til að sjá hvað er í boði og við erum núna að skoða vefinn Veiða.is en þar hefur svæðum fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og er vefurinn í dag orðinn einn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu. Af urriðasvæðum sem eru þar í boði má t.d. nefna Staðartorfu, Presthvamm og Syðra Fjall í Laxá en þetta eru minna þekktu svæðin í þeirri annars vel þekktu á og þarna má oft gera fína veiði. Sjóbirtingssvæðin við Vatnamót og Hraun í Ölfusi eru einnig fáanleg þarna og vert er að nefna að Hraun er þrælskemmtilegt svæði með góða veiðivon og þá sérstaklega snemma á sumrin. Við fundum líka leyfi í Brennuna, Straumana, Langadalsá, Mýrarkvísl, Fremri Laxá, Miðfjarðará silungasvæði og Hvannadalsá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er því alveg þess virði að kíkja á vefinn hjá þeim og sjá hvort það sé ekki eitthvað spennandi svæði í boði sem þú hefur ekki prófað ennþá.
Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði