Gott úrval veiðileyfa á Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 8. janúar 2020 10:43 Þessa dagana sitja veiðimenn yfir framboði á veiðileyfum fyrir komandi sumar og eins og venjulega er úrvalið gott. Veiðivísir ætlar á næstu dögum og vikum að skoða það framboð sem er hjá veiðifélögum og leigutökum svona rétt til að sjá hvað er í boði og við erum núna að skoða vefinn Veiða.is en þar hefur svæðum fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og er vefurinn í dag orðinn einn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu. Af urriðasvæðum sem eru þar í boði má t.d. nefna Staðartorfu, Presthvamm og Syðra Fjall í Laxá en þetta eru minna þekktu svæðin í þeirri annars vel þekktu á og þarna má oft gera fína veiði. Sjóbirtingssvæðin við Vatnamót og Hraun í Ölfusi eru einnig fáanleg þarna og vert er að nefna að Hraun er þrælskemmtilegt svæði með góða veiðivon og þá sérstaklega snemma á sumrin. Við fundum líka leyfi í Brennuna, Straumana, Langadalsá, Mýrarkvísl, Fremri Laxá, Miðfjarðará silungasvæði og Hvannadalsá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er því alveg þess virði að kíkja á vefinn hjá þeim og sjá hvort það sé ekki eitthvað spennandi svæði í boði sem þú hefur ekki prófað ennþá. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði
Þessa dagana sitja veiðimenn yfir framboði á veiðileyfum fyrir komandi sumar og eins og venjulega er úrvalið gott. Veiðivísir ætlar á næstu dögum og vikum að skoða það framboð sem er hjá veiðifélögum og leigutökum svona rétt til að sjá hvað er í boði og við erum núna að skoða vefinn Veiða.is en þar hefur svæðum fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og er vefurinn í dag orðinn einn stærsti söluvefur veiðileyfa á landinu. Af urriðasvæðum sem eru þar í boði má t.d. nefna Staðartorfu, Presthvamm og Syðra Fjall í Laxá en þetta eru minna þekktu svæðin í þeirri annars vel þekktu á og þarna má oft gera fína veiði. Sjóbirtingssvæðin við Vatnamót og Hraun í Ölfusi eru einnig fáanleg þarna og vert er að nefna að Hraun er þrælskemmtilegt svæði með góða veiðivon og þá sérstaklega snemma á sumrin. Við fundum líka leyfi í Brennuna, Straumana, Langadalsá, Mýrarkvísl, Fremri Laxá, Miðfjarðará silungasvæði og Hvannadalsá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er því alveg þess virði að kíkja á vefinn hjá þeim og sjá hvort það sé ekki eitthvað spennandi svæði í boði sem þú hefur ekki prófað ennþá.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði