Körfubolti

Gríska undrið öflugur í enn einum sigri Milwaukee og Hard­en gerði 22 stig í fyrsta leik­hlutanum | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis treður í nótt.
Giannis treður í nótt. vísir/getty

Milwaukee vann í nótt sinn 33. leik í NBA-deildinni í vetur af 39 mögulegum er þeir unnu níu stiga sigur á Golden State Warriors, 107-98.

Hinn 25 ára gamli Giannis Antetokounmpo var magnaður í liði Milwaukee eins og hann hefur verið í vetur. Hann skilaði af sér 30 stigum, þrettán fráköstum, fjórum stoðsendingum og einum stolnum bolta.







James Harden var funheitur í liði Houston sem vann sjö stiga sigur á Atlanta á útivelli, 112-115. Harden gerði 45 stig, þar af 22 í fyrsta leikhlutanum, en Houston er á toppi suðvestur-deildarinnar.







Luka Doncic var stigahæstur Dallas-manna sem töpuðu með minnsta mun fyrir Denver á heimavelli, 107-106, en Nikola Jokic gerði sigurkörfu Denver átta sekúndum fyrir leikslok.

Doncic skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar en áðurnefndur Jokic var stigahæstur Denver-manna með 33 stig.

Úrslit næturinnar:

San Antonio - Boston 129-114

Miami - Indiana 112-108

Washington - Orlando 89-123

Toronto - Charlotte 112-110 (eftir framlengingu)

Houston - Atlanta 112-115

Denver - Dallas 107-106

Chicago - New Orleans 108-123

New York - Utah 104-128

Milwaukee - Golden State 107-98



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×