Körfubolti

Gríska undrið öflugur í enn einum sigri Milwaukee og Hard­en gerði 22 stig í fyrsta leik­hlutanum | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis treður í nótt.
Giannis treður í nótt. vísir/getty

Milwaukee vann í nótt sinn 33. leik í NBA-deildinni í vetur af 39 mögulegum er þeir unnu níu stiga sigur á Golden State Warriors, 107-98.

Hinn 25 ára gamli Giannis Antetokounmpo var magnaður í liði Milwaukee eins og hann hefur verið í vetur. Hann skilaði af sér 30 stigum, þrettán fráköstum, fjórum stoðsendingum og einum stolnum bolta.
James Harden var funheitur í liði Houston sem vann sjö stiga sigur á Atlanta á útivelli, 112-115. Harden gerði 45 stig, þar af 22 í fyrsta leikhlutanum, en Houston er á toppi suðvestur-deildarinnar.
Luka Doncic var stigahæstur Dallas-manna sem töpuðu með minnsta mun fyrir Denver á heimavelli, 107-106, en Nikola Jokic gerði sigurkörfu Denver átta sekúndum fyrir leikslok.

Doncic skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar en áðurnefndur Jokic var stigahæstur Denver-manna með 33 stig.

Úrslit næturinnar:
San Antonio - Boston 129-114
Miami - Indiana 112-108
Washington - Orlando 89-123
Toronto - Charlotte 112-110 (eftir framlengingu)
Houston - Atlanta 112-115
Denver - Dallas 107-106
Chicago - New Orleans 108-123
New York - Utah 104-128
Milwaukee - Golden State 107-98


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.