Innlent

Tveir smitaðir nú á sjúkrahúsi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi.
Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi. LANDSPÍTALI/ÞORKELL

Tveir einstaklingar eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits sem veldur sjúkdómnum Covid-19.

Alma Möller landlæknir greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að maður á níræðisaldri hafi verið lagður inn á sjúkrahús í gær, en að hann þurfi ekki gjörgæslumeðferð.

Síðustu daga hefur maður á fertugsaldri verið í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala.

Alls eru nú 114 virk smit á Íslandi, en líkt og greint var frá fyrir hádegi þá greindust þrjú innanlandssmit í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×