Innlent

Píratar bæta við sig en fjarar undan VG

Kjartan Kjartansson skrifar
Rúmur meirihluti styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Gallup.
Rúmur meirihluti styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Gallup. Vísir/Vilhelm

Fylgi Vinstri grænna minnkar um þrjú prósentustig en Pírata vænkast um jafnmörg stig í nýrri skoðanakönnun Gallup. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka í könnunni en samkvæmt henni styðja 55% ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fjórtán prósent segjast nú myndu kjósa Pírata yrði kosið til Alþingis í dag, þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun Gallup, en ellefu prósent Vinstri græn, þremur prósentustigum minna en síðast. Breytingar á fylgi annarra flokka er innan við eitt prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í könnuninni með rúmlega 23% fylgi. Á eftir honum mælist Samfylkingin með 15%. Tæp 11% segjast myndu kjósa Viðreisn, 11% Miðflokkinn, um 8% Framsóknarflokkinn, ríflega 4% Flokk fólksins og tæp 4% Sósíalistaflokkinn.

Tæplega 10% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×