Innlent

Boðað til upplýsingafundar í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Þríeykið svonefnda situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins.
Þríeykið svonefnda situr fyrir svörum á upplýsingafundi dagsins. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á fundinum.

Sjö ný innanlandssmit greindust á landinu í gær samkvæmt nýjustu tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Nú eru 58 manns í einangrun og hefur þeim fjölgað verulega undanfarna daga.

Samkomur fleiri en hundrað manns voru bannaðar í gær og þá var tveggja metra fjarlægðar regla aftur gerð að skyldu. Gripið var til frekari takmarkana á landamærunum sömuleiðis og þurfa ferðamenn sem ætla sér að dvelja í tíu daga eða lengur nú að viðhafa heimkomusmitgát og fara í tvöfalda sýnatöku.

Upplýsingafundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×