Makamál

Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Þrá, langanir, fantasíur, og þakklæti eru allt tilfinningar sem hugurinn getur skapað til annarrar manneskju, án þess að hafa nokkurn tíman hitt hana.
Þrá, langanir, fantasíur, og þakklæti eru allt tilfinningar sem hugurinn getur skapað til annarrar manneskju, án þess að hafa nokkurn tíman hitt hana. Getty

Hjónabandsráðgjafinn Suzie Johnson, sem heldur úti síðunni Go ask Suzie, er sérhæfð í framhjáhöldum para. Í nýlegri grein sem hún birti, útskýrir hún ítarlega allar hliðar tilfinningalegs framhjáhalds og telur meðal annars upp tíu atriði sem benda til þess að þú sért að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega.

Hún segir að einstaklingurinn sem stendur í tilfinningalegu framhjáhaldi, geti upplifað mjög sterkar rómantískar tilfinningar til einstaklings sem er utan síns sambands eða hjónabands. Með öðrum orðum þá geti fólk orðið mjög ástfangið af fantasíunni um aðra manneskju.

Þrá, langanir, fantasíur, og þakklæti eru allt tilfinningar sem hugurinn getur skapað til annarrar manneskju, án þess að hafa nokkurn tíman hitt hana.

Fæstir með einbeittan brotavilja

Tilfinningalegt framhjáhald, segir Suzie, einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geti orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að ljúga, svíkja og fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda tilfinningunni og fantasíunni. 

Fæstir virðast hafa einbeittan brotavilja þegar kemur að því að svíkja maka sinn eða að festast í þessum flókna vef tilfinningalegs framhjáhalds. Aðal hættan er sú að undanfarinn er oftast óljós. Þegar einstaklingurinn er orðinn fastur í vefnum er erfitt að losna úr honum.

Hér fyrir neðan eru 10 merki þess að þú eigir í tilfinningalegu framhjáhaldi. 

1. Þú hugsar um hina manneskjuna í tíma og ótíma. 

2. Þú fantaserar um manneskjuna og hvernig það væri að vera með henni. 

3. Þú finnur fyrir kynferðislegum löngunum til manneskjunnar. 

4. Þú ferð að skipta út maka þínum fyrir fantasíuna um hina manneskjuna. 

5. Þú ert heltekinn af ástríðufullri löngun og þrá til manneskjunnar. 

6. Þú finnur fyrir snert af sorg eða missi þegar þú hugsar um það að þú verðir aldrei með manneskjunni. 

7. Þú hefur áhyggjur af því að þessi manneskja sé jafnvel sálufélagi þinn, en tímasetning og aðstæður séu ekki réttar núna.

8. Þú telur þér trú um að þú verðir hamingjusamari og fullnægðari bæði tilfinningalega og kynferðislega með manneskjunni. 

9. Þú trúir því að manneskjan verði miklu hamingjusamari en hún er núna ef hún er með þér.

10. Þegar þú berð saman tilfinningar þínar til maka þíns og hinnar manneskjunnar, upplifir þú sterkari tilfinningar til hennar.. 

Þeir sem vilja deila reynslu sinni eða sögum varðandi þetta efni með Makamálum geta sent póst á makamal@syn.is. Fyllsta trúnaði heitið. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.