Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:00 Vísir/Getty Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“ Góðu ráðin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“
Góðu ráðin Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf