Innlent

Umferðartafir vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan biður vegfarendur að sýna aðgát.
Lögreglan biður vegfarendur að sýna aðgát. Vísir/Vilhelm

Í dag og á morgun má gera ráð fyrir umferðartöfum vegna malbikunar á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Stefnt er á að malbika Vesturlandsveg á Kjalarnesi rétt norðan Brautarholtsvegar (Grundarhverfis) og 1700 metra til norður, báðar akbrautir. Þrengt verður um eina akrein og viðeigandi merkingar settar upp.

Umferð verður handstýrt á eina akrein og því má gera ráð fyrir töfum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá 8:30 til 23 báða dagana. Vegfarendur eru beðnir um að virða bæði merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Svæðin eru þröng og menn og tæki við vinnu nálægt veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×