Golf

Bryson DeChambeau sigraði Rocket Mortgage Classic

Ísak Hallmundarson skrifar
Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn.
Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn. getty/Gregory Shamus

Bryson DeChambeau bar sigur úr býtum á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi. Lokahringur mótsins fór fram í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Fyrir daginn í dag var DeChambeau í öðru sæti á sextán höggum undir pari, þremur höggum á eftir Matthew Wolff. DeChambeau lék frábærlega á lokahringnum, fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og kom í hús á sjö höggum undir pari og var samtals á 23 höggum undir pari á mótinu. Þetta var sjötti sigur hans á PGA-móti.

Wolff sem hafði leikið frábært golf alla helgina átti ekki eins góðan hring í dag og spilaði á 71 höggi, einu höggi undir pari og því samtals 20 höggum undir pari.

Næstur á eftir þeim í þriðja sætinu var Kevin Kisner sem var átján höggum undir pari á mótinu. Það voru síðan fjórir kylfingar jafnir í fjórða sætinu á sextán höggum undir pari. 

Ricki Fowler, eitt þekktasta nafn mótsins, lék fjórtán höggum undir pari og endaði í 12. sæti. Hann lék lokahringinn í dag á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.