Makamál

Spurning vikunnar: Óttastu það að enda ein/einn?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sumir óttast fátt meira en að vera einir eða enda einir. 
Sumir óttast fátt meira en að vera einir eða enda einir.  Getty

Það að vera í sambandi hentar ekki öllum. Margir njóta þess að vera einhleypir og finnast frelsið sem fylgir því að vera ekki háður neinum nema sjálfum sér vera betri kostur en að vera í sambandi. Svo eru það aðrir sem óttast fátt meira en að vera eða enda einir eða að finna aldrei ástina. 

Þessi ótti getur verið tímabundinn og saklaus en svo getur hann líka verið fóbía. Monophobia er  heiti á fóbíu sem nær meðal annars yfir þennan ótta. Óttinn getur verið ýmisskonar. Sumir sem haldnir eru þessari fóbíu hræðast það að vera aðskilnir ástvinum. Sumir óttast það jafnvel að vera einir heima eða vera einir á almannafæri og er þessi ótti yfirleitt algjörlega órökréttur. 

Út frá þessum pælingum kemur spurning vikunnar. 

Óttast þú það að enda ein/einn? 


Tengdar fréttir

Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi

„Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.