Veiði

Gullfiskur í Elliðaánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Koi fiskur
Koi fiskur

Já, þú last þetta rétt og þetta er ekki prentvilla eða skrifað í ölæði. Það er gulur fiskur að synda í Árbæjarstíflu.

Við birtum með þessari frétt myndskeið sem Svavar Hávarðsson tók við stífluna sést þessi guli fiskur vel og hann var þarna líka í morgun þegar að var gáð. Að öllum líkindum er þetta Koi fiskur og HÉR má finna grein á Wikipedia um þennan fisk. Þessi tegund er framandi í íslensku ferskvatni og er tegund sem á alls ekki að sleppa í vatn á Íslandi. Að öllum líkindum hefur einhver sleppt þessum fisk í ánna án þess að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það getur haft. Ef þú heldur að þetta dýr drepist við að komast í ánna þá er það ekki svo. Þeir eru ótrúlega harðgerðir og þola vel kalt vatn og vetrarskilyrði.

Það er vel þekkt að þar sem þeim hefur verið sleppt að gamni, þá fleiri en einum því annars geta þeir ekki fjölgað sér, þá hafa þeir valdið miklum skaða því þeir éta allt sem að kjafti kemur. Nú hlýtur einhver veiðivörðurinn að fara að ná í kvikindið en það er bara spurning um hvaða flugu hann tekur.

Myndbandið má finna hér.

Þegar ég kíkti eftir laxi við Árbæjarstíflu núna um 10 leytið þá kom mér ekki á óvart að sjá 25 til 30 laxa liggja þar á hefðbundnum stað. Það kom mér hins vegar mun meira á óvart þegar Nemo litli kom á harða sundi og fór að keppa við stóra og smá laxa um legustað!! Laxarnir lúffuðu undantekningalaust undan þessum litla meistara. Síðast sá ég hann á harðasundi í áttina að Kerlingarflúðum. Ég dræpi fyrir að sjá svipinn á þeim sem eiga morgunvaktina þegar hann neglir fluguna á Breiðunni.

Posted by Svavar Hávarðsson on Monday, June 29, 2020


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.