Atvinnulíf

Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Fjarvinna krefst sjálfsaga.
Fjarvinna krefst sjálfsaga. Vísir/Getty

Það er langt því frá að það sé auðveldari að vinna í fjarvinnu miðað við á vinnustaðnum og upplifa sumir fjarvinnu þannig að henni fylgi aukið álag. Það skiptir því jafn miklu máli að vera vakandi yfir því að forðast kulnun þegar fólk starfar heiman frá eins og almennt gildir í vinnu. Hér eru þrjú góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir alla vinnudaga í fjarvinnu.

1. Skipulagðar pásur

Það þýðir ekki að taka vinnudaginn í fjarvinnu þannig að þú sest niður kl.9 og nánast stendur ekki upp fyrr en klukkan 17. Að taka sér reglulegar pásur yfir daginn er mikilvægt og ef mikið er um fjarfundi er gott að bóka þá ekki nema smá hvíld myndist á milli.

Þegar fólk er ekki innan um samstarfsfélaga til að ræða við hjá kaffivélinni eða fara með í hádegismat, eru pásur líklegri til að gleymast í dagsins önn. Þess vegna er mikilvægt að skipuleggja þær sérstaklega yfir daginn.

2. Að halda rútínu.

Í öllum góðum ráðum um fjarvinnu kemur það atriði alltaf skýrt fram að mikilvægt er að halda allri daglegri rútínu. Að klæða sig á morgnana eins og þú sért að mæta til vinnu. Hella upp á kaffi og takast á við verkefni dagsins á sama hátt og ef þú værir á vinnustaðnum sjálfum, fara í hádegismat o.s.frv.

Meðal atriða sem skipta máli daglega er einnig að heyra alltaf eitthvað í samstarfsfélögum.

3. Að hætta að vinna

Í fjarvinnu er ekkert sem heitir að hætta að vinna og „fara heim,“ því vinnan er heima. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að setja sér mörk um hvenær vinnu lýkur á daginn og standa við þau markmið. Þótt mikið sé að gera og eitthvað óunnið enn, þurfum við að hætta að vinna á sama tíma og við hefðum gert ef við hefðum verið á vinnustaðnum sjálfum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.