Veiði

Úlfljótsvatn farið að gefa

Karl Lúðvíksson skrifar
Flott bleikja úr Úlfljótsvatni
Flott bleikja úr Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson

Það er oft ansi sérstakt að sjá fáa veiðimenn á góðum degi við Úlfljótsvatn en vatnið er þegar aðstæður eru réttar ekkert síðra gjöfult en Þingvallavatn.

Veiðin í vatninu fer yfirleitt af stað á svipuðum tíma og þegar bleikjan fer að taka á Þingvöllum og er val á flugum fyrir þessi tvö vötn nokkurn veginn það sama nema hvað að það virðist sem minni flugur en sömu gerðar og eru notaðar á Þingvallavatni virki best. Bleikjan í vatninu er yfirleitt eitt til tvö pund en það veiðist engu að síður mikið af bleikju sem er þrjú til fjögur pund.

Besta tæknin við veiðar í Úlfljótsvatni er sama og í flestum bleikjuvötnum. Það þarf að nota langann taum, eina og hálfa stangarlengd er það sem mælt er með. Bleikjan er taumstygg svo ekki nota mikið meira en átta punda taum. Það sem gefur oft bestu veiðina er að nota dropper og það þarf oft að veiða nokkuð djúpt. Kosturinn við Úlfljótsvatn er að það er mun minni fest í því svo ólíkt Þingvallavatni sem tekur af manni nokkrar flugur í hverri ferð er minna fyrir slíku að fara í Úlfljótsvatni. Það er á Veiðikortinu og klárlega vatn sem þú átt að prófa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.