Þáttur tvö af Veiðinni með Gunnari Bender Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2023 13:05 Guðmundur og Gunnar Bender spá í spilin við Andakílsá Veiðiþættirnir hans Gunnar Benders eru loksins komnir á Vísi og veiðimenn fagna því alltaf þegar það er hægt að horfa á þætti um veiði í lok tímabilsins Annar þátturinn sem er núna komin í loftið á Vísi er ævintýraferð í Andakílsá með Guðmundi Þórði Guðmundssyni fyrrum landsliðsþjálfara Íslands en hann er mikið í veiði og hefur verið við bakkann á hinum ýmsu vatnssvæðum í áratugi. Þegar þeir fóru í Andakílsá að mynda var veiðin búin að vera frekar döpur en aðeins 20 laxar höfðu verið færðir til bókar. Það er allt reynt þegar staðan er svona og þarna reynir á reynslu og þrautseigju, svolítið eins og í handboltanum. Guðmundur kastar flugu í Andakílsá Veiðisumarið er búið að vera ansi mikil áskorun fyrir alla veiðimenn og í þetta skiptið líka fyrir þá sem standa við bakkann mundaða myndavélum og bíða eftir töfraskotinu sem getur komið hvenær sem er. Þættirnir verða átta talsins og með þessum þætti er búið að sýna tvo og sex aðrir því væntanlegir. Veiðimenn hafa þá eitthvað til að hlakka til. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði Gæsaveiðin gengur vel í rokinu Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði
Annar þátturinn sem er núna komin í loftið á Vísi er ævintýraferð í Andakílsá með Guðmundi Þórði Guðmundssyni fyrrum landsliðsþjálfara Íslands en hann er mikið í veiði og hefur verið við bakkann á hinum ýmsu vatnssvæðum í áratugi. Þegar þeir fóru í Andakílsá að mynda var veiðin búin að vera frekar döpur en aðeins 20 laxar höfðu verið færðir til bókar. Það er allt reynt þegar staðan er svona og þarna reynir á reynslu og þrautseigju, svolítið eins og í handboltanum. Guðmundur kastar flugu í Andakílsá Veiðisumarið er búið að vera ansi mikil áskorun fyrir alla veiðimenn og í þetta skiptið líka fyrir þá sem standa við bakkann mundaða myndavélum og bíða eftir töfraskotinu sem getur komið hvenær sem er. Þættirnir verða átta talsins og með þessum þætti er búið að sýna tvo og sex aðrir því væntanlegir. Veiðimenn hafa þá eitthvað til að hlakka til.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði Gæsaveiðin gengur vel í rokinu Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði