Innlent

Hættu­á­stand skapaðist á Land­spítalanum

Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Slökkviliðið mætti á staðinn og fór í það að loftræsta og hreinsa upp eiturefnið eftir ákveðnu verklagi.
Slökkviliðið mætti á staðinn og fór í það að loftræsta og hreinsa upp eiturefnið eftir ákveðnu verklagi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Landspítalanum við Hringbraut skömmu fyrir hádegi eftir að spilliefnaleki kom upp á erfða- og sameindalæknisfræðideild spítalans.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu brotnaði flaska sem í voru um tveir og hálfur lítri af eitruðu efni á rannsóknardeildinni.

Við það mynduðust eiturgufur í herberginu og hættuástand skapaðist þar sem efnið er eldfimt. Fimm starfsmenn náðu að forða sér út og hreinsaði slökkvliðið svo svæðið.

Áttu sér stað um svipað leyti

Margrét Steinarsdóttir, náttúrufræðingur hjá erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans, segir að engum hafi orðið meint af, en að þeir starfsmenn sem séu viðkvæmir í lungum hafi farið heim.

Aðspurð hvort að atvikið hafi orsakast af síðustu, táknrænu spreningunni vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala, og sagt hefur verið frá, segist Margrét ekkert geta fullyrt um það. Atvikin hafi þó átt sér stað um svipað leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×