Fær kýr til að prumpa og ropa minna Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. júní 2020 10:00 Munu íslenskar kýr losa minna metangas í framtíðinni með því að borða sjávarþang? Vísir/Vilhelm Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar. Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Síðustu árin hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að minnka losun metan frá kúm. Nú standa vonir til þess að sænskt nýsköpunarfyrirtæki sé að ná verulegum árangri en fyrirtækið hefur þróað fæðubótarefni fyrir kýr þar sem meginuppistaðan er sjávarþang. Það hljómar skringilega í eyrum margra þegar talað er um að dýr mengi mikið og hafi þar með neikvæð áhrif á loftlagsbreytingar. Á Vísindavefnum má hins vegar finna einfaldar útskýringar á þessu en þar segir meðal annars að þegar jórturdýr melta, mynda þau mikið metangas. Dýrin losa sig síðan við metanið með vindgangi en þó mest með því að ropa. Og þar sem nautgripum hefur fjölgað mikið í heiminum vegna sífelldrar viðbragða við aukinni fæðuþörf mannkynsins, skiptir verulegu máli að ná árangri í þessum efnum. Ýmislegt hefur verið reynt til þessa. Þannig hafa verið útbúin fæðubótarefni þar sem uppistaðan er hvítlaukur, karrí og fleira. Gallinn er hins vegar sá að þótt stundum sjáist merki um að metanlosunin minnki, geta fæðubótarefnin líka haft áhrif á bragð mjólkurafurðanna sem framleiddar eru úr kúnnum. Þetta á ekki síst við um prófanir sem gerðar hafa verið þar sem karrí er notað. Sænska nýsköpunarfyrirtækið sem menn horfa nú til heitir Volta Greentech og hafa tilraunir á fæðubótarefninu þeirra verið gerðar víða, til dæmis í Svíþjóð og í Ástralíu. Niðurstöðurnar lofa góðu. Í Svíþjóð mældist árangurinn þannig að kýr losuðu allt að 60% minna metan en venjulega og í Ástralíu, þar sem menn prófuðu að gefa sjávarþangið sem 2% af heildarfæðu kúnna, mældist allt að 99% minni metanlosun. Og ekki þykir það verra að kúnnum virðist ekkert líka það illa, þótt verið sé að bæta sjávarþanginu við aðra fæðu hjá þeim. Enn er þó verið að þróa það hvernig viðskiptalíkan fæðubótarefnisins ætti helst að líta út. Eins og staðan er í dag, yrði fæðubótin viðbótarkostnaður fyrir bændur sem aftur skilar sér í hærri verði til neytenda. Hvatinn þarf hins vegar að vera sá að það sé hagstæðara að kaupa mjólkurvörur frá kúm sem losa minna metangas en aðrar.
Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira