Ormar sem éta plast Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:00 Ormar nýtast ekki bara sem beita í veiði heldur geta þeir líka borðað plast. Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum. Nýsköpun Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Tilraunir fyrir endurvinnslu fara fram um allan heim og mikil nýsköpun í gangi á því sviði. Það sama á við um að endurnýta efni eða eyða því. Nýlega var birt grein í American Chemical Society þar sem sagt er frá nokkuð nýstárlegri tilraun. Hún felur það í sér að til að eyða plasti, fá ormar plastið sem fæðu. Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar, Jiaojie Li og Dae-wan Kim, fór tilraunin þannig fram að 50 ofurormum, þ.e. tegund skilgreind á ensku sem ,,superworms,“ hafi verið komið fyrir í búri. Ofurormarnir eru í raun bjöllulirfur og segir í umfjöllun FastCompany að þessi tegund sé nokkuð vinsæl í gæludýrabúðum vestra. Í búrið hjá ormunum voru sett tvö grömm af pólýstýren plasti og gekk tilraunin út á að athuga hvort ormarnir myndu leita í plastið sem fæðu. Og viti menn: 21 degi síðar höfðu ormarnir étið um 70% af plastmagninu. En hvaðan kom hugmyndin? Að sögn forsvarsmanna tilraunarinnar vaknaði hugmyndin af því hvernig melting umræddra orma fer fram en þar spila mikið hlutverk sérstakar bakteríur sem búa í þörmum bjöllulirfanna og ensím sem þessi tiltekna baktería framleiðir. Þá var vitað fyrirfram að aðrar tegundir, á ensku skilgreindar sem ,,mealworms“ og ,,waxworms,“ borða plast. Munurinn á þessum maðkategundum er hins vegar sá að samkvæmt þessari tilraun, geta ofurormarnir góðu borðað meira magn af plasti og melt það hraðar. Segir í umfjöllun um tilraunina að ofurormarnir nái að borða átta sinnum meira magn af plasti til samanburði við aðrar tegundir sem borða plast. En hvernig fer plastið með heilsu ormanna? Svo virðist sem plastið hafi engin áhrif á líf og heilsu ormanna því 90% þeirra lifðu af þótt eina fæðan þeirra hafi verið plast í 21 dag. Þess skal getið að markmið tilraunarinnar er ekki það að til framtíðar muni ofurormar borða allt heimsins plast til að eyða því fyrir hönd neytenda. Tilraun vísindamannanna gangi út á að einangra þau efni í meltingarfærum ormanna, sem ná að eyða plastinu en með því er mögulega komin forsenda til frekari rannsókna á því hvernig hægt er að eyða plasti með sambærilegum efnum.
Nýsköpun Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent