Makamál

Einhleypan: Guinnes heimsmethafi og ævintýrakona sem þolir ekki fullorðishluti

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar

Hún á ekki sjónvarp, finnst Tinder undarlegt fyrirbæri og fer frekar út á sjó að róa heldur en á djammið. Fáum að kynnast Einhleypu vikunnar, Sigríði Ýr Unnarsdóttur.

Sigga, eins og hún er oftast kölluð, á og rekur fyrirtækið Venture North á Akureyri þar sem hún býður upp á ævintýralegar upplifanir á SUP: Kennslu, kvöldróðri og jóga.

 Þessa dagana eiga þessi verkefni hug minn allann og ég nýti lausar stundir í að hanna nýjar ferðir fyrir sumarið. Það lítur út fyrir að sem flestir ætli að stefna á það að ferðast innanlands í sumar svo að það er nóg að gera. 

Aðsend mynd

„Ég er búin að vera einhleyp í töluverðan tíma og er nýlega flutt til Akureyrar þar sem ég þekki ekki marga. Svo að ég hef lítið verið að vinna með það að fara á stefnumót undanfarið“. 

„En það var alveg skrýtið að vera einhleyp og ein í heimili í samkomubanninu þegar maður þurfti að hanga heima vikum saman. Ég er mjög mikill „extrovert“ og vön því að vera mikið innan um fólk“.

Nafn? Sigríður Ýr Unnarsdóttir.

Gælunafn eða hliðarsjálf? Sigga.

Aldur í árum? Þrjátíu og eins og hálfs árs gömul. 

Aldur í anda? Þrjátíu og eins er víst nýja tuttugu og fimm. 

Menntun? B.A í Tómstunda- og félagsmálafræðum. Sjúkraflutningakona. HardIce2-Jöklaleiðsögukona. Kayakleiðbeinandi. SUP kennsluréttindi. Jógakennari og útstillingahönnuður, svo að fátt eitt sé nefnt. 

Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Trúður lífs míns – ævintýri konubarns“

Guilty pleasure kvikmynd? Coneheads.

Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Nei, bara ófrægum bóndasonum og kannski svolítið Heath Ledger.

Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já,já. 

Aðsend mynd

Syngur þú í sturtu? Alltaf.

Uppáhaldsappið þitt? Nota öpp lítið, aðallega Instagram.

Ertu á Tinder? Æi, já. En ég er lítið annað en þögull vinstriswipe-ari, finnst þetta undarlegt fyrirbæri.

Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Lífsglöð. Fylgin sér,(mér?) Trúður.

Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Öh .. Hress, utanviðsig ooog.. orkubolti?

Aðsend mynd

Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Það sem heillar mig hrikalega er þegar menn hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þegar þeir eru með flott markmið í lífinu og koma hreint fram.

Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Yfirlæti og óhreinskilni.

Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Lemúr.

Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?

Má ég panta vöfflukaffi með Björk Guðmunds, Ameliu Earhart og Fridu Kahlo?

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Hæfileiki og ekki hæfileiki. En ég komst í Heimsmetabók Guinness fyrir gott „mission“ hér um árið – met sem stendur enn!

Heimsmetið er í Longest journey on a pocket bike sem ég setti árið 2016 ásamt tveimur vinum mínum. Hægt er að sjá stuttmynd þar sem þetta kemur fram HÉR

Aðsend mynd

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika mér og hlæja. Ég er svo heppin að hafa getað unnið við það að leika mér árum saman, það er ómetanlegt.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fullorðinshluti eins og tala við tryggingafélög og kaupa þvottaduft.

Aðsend mynd

Ertu A eða B týpa? Ég er  B- týpa. 

Hvernig viltu eggin þín? Bara í hreiðrinu sínu. Ég borða ekki egg.

Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust.

Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? 

Út? Hmmm!  Ég fer bara út á sjó að róa, haha! Ég er svo lítill djammari.

Ef einhver kallar þig sjomla? Þá myndi ég gretta mig.

Draumastefnumótið? Roadtrip út í sveit í einhverja hrikalega góða útivist. Borða nesti, ná góðu spjalli, smá sundsprett og svo bara kósý útilegustemning með varðeld og ukulele glamri. Enda svo á spilakvöldi langt fram á nótt í húsbílnum mínum.

Aðsend mynd

Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?

Ég hef verið að átta mig á því að mér hefur í gegn um tíðina tekist að semja óvart nýja texta við flest lög, sumir eru betri en upprunalegi textinn, aðrir þó mun síðri.

Hvað horfðir þú á síðast á Netflix?/Hvaða bók lastu síðast? Ég las bókina „Man‘s Search for Meaning“ - Ég er ekki með Netflix og á heldur ekki sjónvarp.

Hvað er Ást? Alveg ofboðslega falleg birtingarmynd þess að þykja svo svakalega vænt um einhvern, eða eitthvað, að það verkjar svolítið í hjartað. Svona vont-gott en miklu meira gott samt.

Aðsend mynd

Við þökkum Siggu kærlega fyrir spjallið og fyrir þá sem vilja fylgjast betur með þessari ævintýralega skemmtilegu og kraftmiklu konu þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. 


Tengdar fréttir

Meirihluti hefur stundað kynlíf á net

Þegar talað er um netkynlíf er átt við öll kynferðisleg samskipti sem fara fram á netinu milli tveggja eða fleiri einstaklinga.

„Þessi er í vitlausum lit“

„Sem foreldri hefur maður alltaf áhyggjur af mótlæti sem barnið manns mun mæta. En vonandi mun Kári Zikora alast upp í upplýstari heimi“, segir Helgi Valur, tónlistarmaður, í viðtali við Vísi um fordóma og mismunun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.