Margir hafa upplifað það að lengi lifi í gömlum glæðum og í sumum tilvikum getur fyrrverandi elskhugi eða maki sitið í huga fólks um ókomin ár. Hvenær veistu hvort að glæðurnar séu eitthvað sem þú átt að forðast eða eitthvað sem getur orðið aftur að eldheitu ástarbáli.
Flest þekkjum við til einhvers sem hefur byrjað aftur með fyrrverandi maka og eru aðstæður eðlilega mjög misjafnar hjá fólki. Sumir finna aftur ástina eftir mörg ár í sundur á meðan aðrir eyða alltof löngum tíma í að byrja og hætta í sambandi sem á sér kannski enga von.
Fjarlægðin getur stundum gert fjöllin blá og mennina mikla en á sama tíma vita sumir ekki hvað þeir átt hafa fyrr en það er farið.
Út frá þessum pælingum kemur spurning vikunnar.
Hefur þú byrjað aftur með fyrrverandi maka?
Hægt er að svara könnuninni hér fyrir neðan.