Rafíþróttir

Ítalir fyrstu Evrópumeistararnir í eFótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ítalir þykja öflugir rafíþróttamenn.
Ítalir þykja öflugir rafíþróttamenn. Vísir/Getty

Fyrsta Evrópumeistaramótið í eFótbolta fór fram um helgina og reyndust Ítalir öflugastir með fjarstýringuna eftir hörkukeppni en átta þjóðir tóku þátt í lokaúrslitunum sem fram fóru í dag eftir að 16-liða úrslitum lauk í gærkvöldi.

Ítalía mætti Serbíu í úrslitum og sigruðu þrjá leiki gegn einum sigri Serba.

Serbía hafði lagt Rúmeníu að velli í undanúrslitum á meðan Frakkar lágu í valnum fyrir Ítölum. Keppt var í tölvuleiknum Pro Evolution Soccer.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.