Rafíþróttir

Ítalir fyrstu Evrópumeistararnir í eFótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ítalir þykja öflugir rafíþróttamenn.
Ítalir þykja öflugir rafíþróttamenn. Vísir/Getty

Fyrsta Evrópumeistaramótið í eFótbolta fór fram um helgina og reyndust Ítalir öflugastir með fjarstýringuna eftir hörkukeppni en átta þjóðir tóku þátt í lokaúrslitunum sem fram fóru í dag eftir að 16-liða úrslitum lauk í gærkvöldi.

Ítalía mætti Serbíu í úrslitum og sigruðu þrjá leiki gegn einum sigri Serba.

Serbía hafði lagt Rúmeníu að velli í undanúrslitum á meðan Frakkar lágu í valnum fyrir Ítölum. Keppt var í tölvuleiknum Pro Evolution Soccer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×