Makamál

Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Parið Saga Sig og Villi Naglbítur bjóða fólki á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16. 
Parið Saga Sig og Villi Naglbítur bjóða fólki á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16.  Aðsend mynd

Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra.

Saga Sig er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri með einstaklega smekklegan og lítríkan stíl. Undanfarin ár hefur hún starfað sem einn vinsælasti ljósmyndari landsins. Þegar hún var búsett í London fyrir átta árum síðan bætti hún myndlistinni inn í líf sitt, tók upp pensilinn og byrjaði að mála. 

Saga Sig byrjaði að mála fyrir átta árum síðan þegar hún var búsett i London. Aðsend mynd

Við ákváðum að hafa einn auglýstan dag þar sem við höfum ekkert verið að taka á móti fólki vegna COVID-19. Ef fólk er áhugasamt og langar að heimsækja okkur getur það sent okkur skilaboð á Instagram til að fá staðsetningu.

Saga er með mjög lítríkan og líflegan stíl eins og sést á verkum hennar. Hún segir formin úr náttúrunni og litasamsetningar hafa mikil áhrif á listsköpun sína.Aðsend mynd

Villi hefur verið að teikna og mála í 30 ár og haldið þó nokkrar sýningar. Undanfarin ár segir hann þó tíma sínum hafa verið meira eytt í að gera tónlist, gefa út bækur, gera bíómyndir og spurningaþætti. 

Villi hefur verið að mála og teikna í 30 ár og málar hann abstrakt borgarmyndir.Aðsend mynd

En hvernig kom það til að þið fenguð ykkur vinnustofu saman?

„Vinur okkar lánaði okkur skrifstofurýmið sitt en hann býr erlendis og erum þakklát fyrir það enda höfum við eytt miklum tíma saman hérna síðustu tvo mánuði“, segir Villi. 

Abstrakt verk eftir Vilhelm AntonAðsend mynd

Saga og Villi vilja koma því til skila að þó svo að fólk komist ekki í dag á auglýstum tíma þá geta áhugasamir alltaf haft samband og fengið að skoða.

Þegar Saga er spurð hvort að þau séu samstíga í listinni svarar hún:

Listin flæðir yfir allt sem við gerum og er hún bæði vinnan okkar og áhugamál.

Makamál þakka þessu glæsilega pari kærlega fyrir spjallið en fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagramprófíla þeirra hér fyrir neðan. 

SAGA

VILLI 

Málverk eftir Sögu.Aðsend mynd
Málverk eftir Villa. Aðsend mynd

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.