Makamál

Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Dóra Júlía plötusnúður var Einhleypa Makamála í fyrra en hefur nú fundið ástina í örmum Báru Guðmundsdóttur. 
Dóra Júlía plötusnúður var Einhleypa Makamála í fyrra en hefur nú fundið ástina í örmum Báru Guðmundsdóttur.  Aðsend mynd

Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er búin að finna ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir og heyrst hefur að hamingjan geisli af þessu fallega nýja pari.

Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður landsins og þekkt fyrir fallega og líflega framkomu og lítríkan fatastíl. 

Í Einhleypu-viðtali sem Makamál tóku við Dóru Júlíu í fyrra var hún spurð hvaða persónueiginleikar henni finnast heillandi. Hér er svarið hennar;

Það sem heillar mig er eitthvað ósýnilegt sem er ekki hægt að lýsa með orðum, það bara er eitthvað þarna. Mjög skrýtið en ég finn mjög fljótt hvort það sé eða ekki og ég get ómögulega horft framhjá því ef að það vantar.

Við fögnum því að Dóra Júlía hafi fundið þetta ósýnilega sem hún leitaði eftir og óska þessu nýja fallega pari innilega til hamingju með ástina og lífið. 


Tengdar fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.