Viðskipti innlent

Opnun landamæra getur tryggt tekjur  vegna afbókunarskilmála

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að með opnun landamæra sé ekki lengur hægt að bera fyrir sig að það sé ekki hægt að ferðast. Því geti fyrirtæki rukkað afbókunargjald. 
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að með opnun landamæra sé ekki lengur hægt að bera fyrir sig að það sé ekki hægt að ferðast. Því geti fyrirtæki rukkað afbókunargjald. 

Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna seinni hluta ársins er afar svartsýn að mati Bjarnheiðar Hallsdóttur, stjórnarformanns Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var gestur á upplýsingafundi dagsins.

„Þessi tala gæti verið rétt en hún gæti líka verið kolröng. Sumir spá 300 þúsund ferðamönnum og aðrir 500 þúsund. Óvissan er algjör.“

Bjarnheiður segir að ef spáin rætist þá verði áframhaldandi hægagangur og lágdeyða í ferðaþjónustunni.

„Sem myndi hafa slæmar afleiðingar fyrir fyrirtækin.“

Með opnun landamæra sem stefnt er að fimmtánda júní breytast þó skilmálar bókaðra ferða sem gefur ferðaþjónustunni von um að fleiri láti slag standa – enda hafi margir bókað ferðir til Íslands áður en kórónuveiran skall á.

Þegar landamæri opnast og ekki lengur hægt að bera fyrir sig að það sé ekki hægt að ferðast þá breytast afbókunarskilmálar, sem þýðir að fólk þarf annað hvort að greiða afbókunargjöld eða fara í ferðina. Þannig að það skapast þá örlítill þrýstingur á fólk ef það hefur minnsta vilja til að fara í ferðina, að fara,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×