Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2012 10:30 Onesta hefur náð mögnuðum árangri með franska landsliðið undanfarin ár. Nordic Photos / Getty Images Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda. Frakkar héldu í við Króata fram í seinni hálfleik í gær en þá skildu leiðir. "Í 45 mínútur sáum við frábæran handboltaleik tveggja liða. Í 60 mínútur sáum við frábært króatsíkt lið. Þeir verðskulduðu sigurinn og eins og þeir spiluðu í dag sé ég ekkert lið stöðva þá. Við erum ekki að spila eins og við getum best í augnablikinu. Það kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort komið sé að endalokum hjá þessari kynslóð," sagði Onesta en franska liðið hefur verið því sem næst ósigrandi undanfarin ár.Omeyer: Misstum sjálfstraustið Thierry Omeyer, markvörður Frakka, var sömuleiðis vonsvikinn með að Frakkar hefðu misst af sæti í undanúrslitum. Frakkar höfðu komist í undanúrslit á öllum stórmótum í handknattleik síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. "Við höfum ekki náð okkur á strik allt frá upphafi keppninnar. Við töpuðum leikjunum gegn Spáni og Ungverjum með fáum mörkum þrátt fyrir að spila illa. Við töpuðum ekki aðeins stigum í þessum leikjum heldur einnig sjálfstraustinu. Það gerði okkur erfitt fyrir í framhaldinu," sagði markvörðurinn magnaði.Fernandez: Einstakur árangur undanfarin ár Fyrirliði Frakka, Jerome Fernandez, sagði að öll velgengni tæki enda einhvern daginn. "Sigurganga endar á einhverjum tímapunkti. Það er sorglegt og erfitt að sætta sig við. En erfiðleikarnir sem við höfum staðið frammi fyrir á Evrópumótinu sýna einfaldlega hversu einstakur árangur okkar undanfarin fjögur ár er," sagði Fernandez. Íslendingar mæta Frökkum í lokaumferð milliriðilsins í dag og hefst leikurinn klukkan 15:10. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda. Frakkar héldu í við Króata fram í seinni hálfleik í gær en þá skildu leiðir. "Í 45 mínútur sáum við frábæran handboltaleik tveggja liða. Í 60 mínútur sáum við frábært króatsíkt lið. Þeir verðskulduðu sigurinn og eins og þeir spiluðu í dag sé ég ekkert lið stöðva þá. Við erum ekki að spila eins og við getum best í augnablikinu. Það kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort komið sé að endalokum hjá þessari kynslóð," sagði Onesta en franska liðið hefur verið því sem næst ósigrandi undanfarin ár.Omeyer: Misstum sjálfstraustið Thierry Omeyer, markvörður Frakka, var sömuleiðis vonsvikinn með að Frakkar hefðu misst af sæti í undanúrslitum. Frakkar höfðu komist í undanúrslit á öllum stórmótum í handknattleik síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. "Við höfum ekki náð okkur á strik allt frá upphafi keppninnar. Við töpuðum leikjunum gegn Spáni og Ungverjum með fáum mörkum þrátt fyrir að spila illa. Við töpuðum ekki aðeins stigum í þessum leikjum heldur einnig sjálfstraustinu. Það gerði okkur erfitt fyrir í framhaldinu," sagði markvörðurinn magnaði.Fernandez: Einstakur árangur undanfarin ár Fyrirliði Frakka, Jerome Fernandez, sagði að öll velgengni tæki enda einhvern daginn. "Sigurganga endar á einhverjum tímapunkti. Það er sorglegt og erfitt að sætta sig við. En erfiðleikarnir sem við höfum staðið frammi fyrir á Evrópumótinu sýna einfaldlega hversu einstakur árangur okkar undanfarin fjögur ár er," sagði Fernandez. Íslendingar mæta Frökkum í lokaumferð milliriðilsins í dag og hefst leikurinn klukkan 15:10.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira