Handbolti

Anton og Hlynur varadómarar í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Gylfi og Hlynur.
Anton Gylfi og Hlynur. Mynd/Valli
Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu ekki dæma á EM í dag, nema að aðrir dómarar forfallast. Þeir verða varadómarar á fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli 1.

Þeir félagar hafa dæmt þrjá leiki til þessa á Evrópumeistaramótinu sem er þeirra fyrsta stórmót í karlaflokki. Óhætt er að segja að þeir hafa staðið sig vel en allir leikir þeirra hafa verið jafnir og spennandi.

Hvort Anton og Hlynur verða settir á fleiri leiki í Serbíu verður að koma í ljós en í dag fer fram lokaumferðin í báðum milliriðlunum.

Fjögur lið komast áfram í undanúrslit en liðin sem enda í þriðja sæti milliriðlanna munu spila um fimmta sætið á mótinu.

Leikir Antons og Hlyns:

B-riðill: Makedónía - Þýskaland

A-riðill: Pólland - Danmörk

Milliriðill 1: Pólland - Makedónía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×