Innlent

Sérstök kórónuveirudeild á Hrafnistu tekin í notkun

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Gripið hefur verið til fjölda aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilum Hrafnistu en á heimilunum dvelja hátt í átta hundruð manns. Í vikunni tók til starfa sérstök deild á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg en henni er ætlað að taka á móti íbúum á Hrafnistu sem greinast með veiruna.

„Ef það kemur upp sem sagt að íbúi greinist jákvæður fyrir COVID þá verður hann fluttur á þessa deild sem að er staðsett hérna á Sléttuveginum og fær þá sértæka þjónustu við hæfi þar og er þar að leiðandi ekki að setja aðra íbúa í hættu,“ segir Péturs Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna.

„Í rauninni ef það kemur upp grunur eða einhver íbúi er að sýna einkenni þá fara strax verkferlar í gang. Þar sem að tekið er sýni og viðkomandi einangraður frá öðrum og þess háttar og við höfum verið svo lánsöm að enginn íbúi hefur enn þá greinst jákvæður og aðeins einn starfsmaður af fimmtán hundruð hefur greinst með sjúkdóminn. Þó að margir, vel yfir hundrað, hafi fariðí sóttkví,“ segir Pétur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×