230 lítrar af ógn Stígur Helgason skrifar 28. september 2012 06:00 Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evrópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurnar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpokunum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið. 230 lítrar. Stærstu vökvaumbúðir sem ég hef þurft að handleika um ævina eru tuttugu lítra bensínbrúsi svo að ég á erfitt með að átta mig á þessari stærð, 230 lítrum. Nógu margir fundust mér tuttugu lítrarnir í brúsanum. Það er ekki nema von að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið hugsi til þessarar tölu með hryllingi; lítrafjöldans sem hver íslenskur ferðamaður má bera með sér af áfengi til Íslands þegar og ef við göngum í ESB. Íslendingar munu hætta að fara í ríkið. Skatttekjur munu dragast saman um mörg prósent. Fólk mun missa vinnuna. Að ógleymdri kolefnismenguninni sem fylgir því að fylla öll tóm hólf í flugvélum af sprútti og þyngja þær sem því nemur. Það gætu verið fimmtíu tonn á vél að því gefnu að næstum allir taki hámarksmagn, sem við gefum okkur auðvitað. Þetta eru því skiljanlegar áhyggjur. Að okkur steðjar ógn. Vegna þess að það er auðvitað engin spurning um að við munum öll sem eitt nýta þessa heimild í botn. Íslendingar eru bæði kaup- og áfengisóðir og aldrei og hvergi eins mikið og þegar þeir álpast til útlanda. Við munum ekki láta vesenið við að ferja 230 lítra af áfengi á flugvöllinn, ofan á annan farangur, stoppa okkur. Ferðatöskur geta jú verið dýrar, en áfengið sem í þær kemst er enn meira virði. Og fimmtíuþúsundkall í yfirvigt? Við hlæjum að því. Svo bjóða þessar rúmu heimildir líka upp á skemmtilega ferðamöguleika. Við kollegarnir – væntanlega eins og margir aðrir – erum strax farnir að undirbúa kaup á rúgbrauði sem við ætlum með reglulegu millibili að flytja þrír saman yfir á meginlandið með Norrænu. Ég er ekki að tala um brauð eins og það sem Hákon Eydal notaði til að sigta rauðspritt í gegnum á Litla-Hrauni, heldur bíl. Hann munum við svo keyra á milli vínbúða og drekkhlaða af hinum nýfrjálsa Evrópuanda. Og af því að við verðum þrír verða lítrarnir ekki 230, heldur 690. Hvílík gósentíð! Verstur fjandinn að einn okkar er edrú. En það er þá bara meira fyrir okkur hina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Stígur Helgason Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Ég get ekki beðið eftir að ganga í Evrópusambandið. Mér er alveg sama um myntsamstarf og álitaefni sem varða sjávarútveg og landbúnað – ég er bara svo spenntur að fylgjast með fólki rogast með sprengfull koffort af rauðvíni um flugvelli í útlöndum og heyra svo vodkaflöskurnar rúlla hverja á eftir annarri úr bakpokunum í handfarangursrýminu á leið yfir hafið. 230 lítrar. Stærstu vökvaumbúðir sem ég hef þurft að handleika um ævina eru tuttugu lítra bensínbrúsi svo að ég á erfitt með að átta mig á þessari stærð, 230 lítrum. Nógu margir fundust mér tuttugu lítrarnir í brúsanum. Það er ekki nema von að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið hugsi til þessarar tölu með hryllingi; lítrafjöldans sem hver íslenskur ferðamaður má bera með sér af áfengi til Íslands þegar og ef við göngum í ESB. Íslendingar munu hætta að fara í ríkið. Skatttekjur munu dragast saman um mörg prósent. Fólk mun missa vinnuna. Að ógleymdri kolefnismenguninni sem fylgir því að fylla öll tóm hólf í flugvélum af sprútti og þyngja þær sem því nemur. Það gætu verið fimmtíu tonn á vél að því gefnu að næstum allir taki hámarksmagn, sem við gefum okkur auðvitað. Þetta eru því skiljanlegar áhyggjur. Að okkur steðjar ógn. Vegna þess að það er auðvitað engin spurning um að við munum öll sem eitt nýta þessa heimild í botn. Íslendingar eru bæði kaup- og áfengisóðir og aldrei og hvergi eins mikið og þegar þeir álpast til útlanda. Við munum ekki láta vesenið við að ferja 230 lítra af áfengi á flugvöllinn, ofan á annan farangur, stoppa okkur. Ferðatöskur geta jú verið dýrar, en áfengið sem í þær kemst er enn meira virði. Og fimmtíuþúsundkall í yfirvigt? Við hlæjum að því. Svo bjóða þessar rúmu heimildir líka upp á skemmtilega ferðamöguleika. Við kollegarnir – væntanlega eins og margir aðrir – erum strax farnir að undirbúa kaup á rúgbrauði sem við ætlum með reglulegu millibili að flytja þrír saman yfir á meginlandið með Norrænu. Ég er ekki að tala um brauð eins og það sem Hákon Eydal notaði til að sigta rauðspritt í gegnum á Litla-Hrauni, heldur bíl. Hann munum við svo keyra á milli vínbúða og drekkhlaða af hinum nýfrjálsa Evrópuanda. Og af því að við verðum þrír verða lítrarnir ekki 230, heldur 690. Hvílík gósentíð! Verstur fjandinn að einn okkar er edrú. En það er þá bara meira fyrir okkur hina.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun