Innlent

Samþykktu lög um vernd uppljóstrara

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Alþingi. Myndin er úr safni.
Frá Alþingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Frumvarp um vernd uppljóstrara var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi nú í kvöld. Nýju lögunum er ætlað að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi með því að veita uppljóstrurum vernd fyrir óréttlátri meðferð eins og uppsögn eða kjaraskerðingu.

Lögin ná bæði yfir starfsmenn opinberra aðila og einkaaðila og verða virk þegar starfsmaður miðlar upplýsingum um alvarleg brot í starfsemi vinnuveitanda síns í góðri trú til bærs aðila. Með góðri trú er átt við að starfsmaður hafi góða ástæðu til að telja gögnin eða upplýsingarnar sem hann miðlar réttar, það sé í þágu almennings að miðla þeim og að hann eigi ekki annan kost til að koma í veg fyrir brot.

Fimmtíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, greiddi ekki atkvæði. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×