Fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2012 18:34 Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira