Fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2012 18:34 Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira