Fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2012 18:34 Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira