Viðskipti innlent

Líkur á að Tchenguizmálið muni klúðrast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz voru í viðskiptum við Kaupþing.
Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz voru í viðskiptum við Kaupþing.
Líkur eru taldar á að rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á viðskiptum Tchenguizbræðra við Kaupþing muni klúðrast. Þetta fullyrðir breska blaðið Daily Telegraph á vef sínum.

Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá því í dag að Serious Fraud Office hefði beðið Vincent Tchenguiz afsökunar á því hvernig staðið var að húsleit í fyrirtæki hans og á heimili hans í mars fyrir ári síðan. Þá hafi jafnframt verið gerð mistök við öflun gagna í málinu gegn Robert Tchenguiz og eðlilegt sé að það mál sé rannsakað.

Serious Fraud Office upplýsti í dag að það hefðu verið gögn frá Grant Thornton endurskoðunarskrifstofunni sem urðu til þess að rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðranna við Kaupþing hefði hafist. Gögnin hafi hins vegar ekki verið skoðuð í samhengi við niðurstöður sem starfsmenn Serious Fraud Office höfðu úr húsleitum í málinu.

Telegraph segir að málið sé allt hið vandræðalegasta fyrir Serious Fraud Office sem hafi lagt mikinn mannafla og mikla fjármuni til lausnar á málinu. Á tímabili hafi allt að 20 manns verið að vinna í málinu á vegum stofnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×