Viðskipti innlent

Fimmta endurskoðun efnahagsáætlunarinnar samþykkt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Franek Roswadowski er fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Franek Roswadowski er fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í dag fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Endurskoðanirnar eru alls sex þar sem tvær síðustu endurskoðanirnar verða sameinaðar í eina. Þessi afgreiðsla framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að sjötti áfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins er til reiðu. Um er að ræða um 225 milljónir Bandaríkjadala eða 25,7 milljarða íslenskra króna.  

Áður hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitt Íslendingum lán sem samsvarar tæplega 1,6 milljörðum Bandaríkjadala eða rúmlega 179,7 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×