Viðskipti innlent

Fimmta endurskoðun AGS á dagskrá í dag

Fimmta endurskoðunin á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Íslands er á dagskrá stjórnar sjóðsins í dag, 3. júní. Þetta kemur fram á vefsíðu sjóðsins.

Þessi endurskoðun hefur tafist aðeins en upphaflega var gert ráð fyrir að þessi fimmta endurskoðun færi fram í apríl síðast liðnum.

Að lokinni fimmtu endurskoðuninni er aðeins ein endurskoðun eftir á áætlun sjóðsins, en formlega mun samstarfi sjóðsins og Íslands um endurreisn íslenska hagkerfisins ljúka í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×