Viðskipti innlent

Samningar í höfn hjá Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
„Mikil vinna er að baki þessari lausn og því í höfn mikilvægur áfangi í að styrkja stöðu hafnarinnar og gera hana færa um að standa undir þeim miklu verkefnum sem eru framundan á næstu árum tengt hafnsækinni starfsemi í Helguvík", segir Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar í tilkynningu frá bænum.

Reykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa náð samningum við alla kröfuhafa um endurfjármögnun á skuldum Reykjaneshafnar til langs tíma. Samningar hafa náðst við þá nítján lánveitendur sem semja þurfti við varðandi uppgjör núverandi skulda, segir í tilkynningu. „Reykjaneshöfn bauð kröfuhöfum sínum að kaupa til uppgjörs á núverandi skuldum verðtryggð skuldabréf. Eftir endurfjármögnun munu allir kröfuhafar þannig eiga verðtryggðar kröfur sem bera 6% vexti. Rekstraráætlun hafnarinnar sem samningar þessir byggja á er varfærin. Þannig hafa tekjur hafnarinnar af álveri ekki verið settar inn, né heldur 900 milljón kr. ríkisstyrkur til hafnarinnar, eins og fengist hefur hingað til frá ríkinu fyrir íslenskrar stórskipahafnir,“ segir ennfremur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×