Viðskipti innlent

Ertu með góða hugmynd að niðurskurði? Hagræðingahópurinn vill heyra hana

Valur Grettisson skrifar
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
Á vef forsætisráðuneytisins hefur verið komið upp svæði þar sem almenningi er boðið að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum til hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um hluti sem betur mega fara í rekstri ríkisins.

Á heimasíðu ráðuneytisins segir að markmiðið sé að hagræðingarhópurinn leggi fram tillögur sem miða að því að auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert.

Einnig er hægt að senda hugmyndir og ábendingar til hópsins á netfangið hagraeding@for.stjr.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×