Viðskipti innlent

Fyrsti kauphallarsjóðurinn síðan 2004

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, segir LEQ kærkomna viðbót í höllina.
Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, segir LEQ kærkomna viðbót í höllina. Fréttablaðið/Stefán
Viðskipti Kauphöllin (Nasdaq OMX Iceland) hefur tekið til viðskipta nýjan kauphallarsjóð sem rekinn er af Landsbréfum.

Sjóðurinn, sem hefur auðkennið „LEQ“ (sem stendur fyrir Landsbréf Equity) fylgir Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.

Fram kemur í tilkynningu Kauphallarinnar að LEX sé fyrsti kauphallarsjóðurinn sem þar er tekinn til viðskipta síðan 2004 og nú eini kauphallarsjóðurinn á íslenska markaðnum. Landsbréf boða að fleiri ámóta fylgi í kjölfarið á næstu mánuðum.

Í tilkynningu Kauphallarinnar um nýja sjóðinn er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstöðumannai viðskiptasviðs að nýi LEQ kauphallarsjóðurinn frá Landsbréfum sé kærkomin viðbót við vöruframboð Kauphallarinnar á íslenska markaðnum.

„Við höfum séð mikla aukningu í hlutabréfaviðskiptum í því uppbyggingarferli sem hefur átt sér stað á íslenska markaðnum og nýi kauphallarsjóðurinn mun sannarlega styðja við vaxtarmöguleika hlutabréfamarkaðarins,“ er eftir honum haft.

Þá er haft eftir Sigþóri Jónssyni, framkvæmdastjóra Landsbréfa að þar á bæ séu menn himinlifandi með að leiða endurkomu kauphallarsjóða á íslenska markaðinn með nýja sjóðnum.

„Nýi LEQ kauphallarsjóðurinn er hentug vara fyrir þá fjárfesta sem vilja auðveldan og ódýran aðgang að veltumestu fyrirtækjunum á íslenska markaðnum,“ er haft eftir Sigþóri.

Þá kemur fram að Landsbréf hafi gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt á hlutdeildarskírteinum í LEQ.

Í tilkynningu á vef Kauphallarinnar kemur jafnframt fram að við lok viðskipta í gær hafi eignasamsetning LEQ sjóðsins verið eftirfarandi:

  • ISK 409.197 
  • TM 3.768.330 hlutir 
  • MARL 1.684.594 hlutir 
  • ICEAIR 8.504.005 hlutir 
  • EIM 411.060 hlutir 
  • HAGA 3.491.257 hlutir 
  • VIS 8.270.000 hlutir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×