Næstu vikur ráða úrslitum 27. september 2011 09:00 Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. Áfram ríkir því mikil óvissa um efnahagsástandið. Meðal þeirra aðgerða sem rætt var um í gær var að helmingur skulda Grikkja yrði afskrifaður. Vonast er til að ákvörðun verði tekin innan fimm til sex vikna. Meðal embættismanna Evrópusambandsins er þó lögð áhersla á að samkomulag frá því í júlí, sem kveður á um 20 prósenta afskriftir, verði samþykkt í þjóðþingum ríkjanna. Ástandið nú og árið 2008 er mjög áþekkt, að sögn yfirmanns hjá greiningardeild MF Global. Munurinn sé, að nú séu ríki í hættu en ekki fyrirtæki. Næstu dagar og vikur ráði úrslitum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir óvissu hafa grúft yfir framvindu alþjóðlegra efnahagsmála. Sjónir manna hafi mest beinst að Evrópu og vandanum sem þar væri við að glíma. Ástandið væri hins vegar einnig tvísýnt í Bandaríkjunum. „Menn höfðu áhyggjur af efnahag Bandaríkjanna, en ekki síst þráteflinu í stjórnmálum hér. Þessi brjálæðislega þræta í sumar um skuldaþakið skaðaði Bandaríkin og alþjóðlegt efnahagskerfi heilmikið.“ Þrátt fyrir blikur á lofti segir Steingrímur of snemmt að búast við annarri kreppu. Hættan sé, auk málefna Bandaríkjanna, að skuldavandi Grikkja smitist yfir á stærri hagkerfi í Evrópu. „Á hinn bóginn er afkoma atvinnufyrirtækja ágæt. Þó bankar og fjármálafyrirtækin séu í vandræðum og ríkissjóðir skuldugir gera mörg fyrirtæki upp með ágætis hagnaði.“- kóp, - þeb Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. Áfram ríkir því mikil óvissa um efnahagsástandið. Meðal þeirra aðgerða sem rætt var um í gær var að helmingur skulda Grikkja yrði afskrifaður. Vonast er til að ákvörðun verði tekin innan fimm til sex vikna. Meðal embættismanna Evrópusambandsins er þó lögð áhersla á að samkomulag frá því í júlí, sem kveður á um 20 prósenta afskriftir, verði samþykkt í þjóðþingum ríkjanna. Ástandið nú og árið 2008 er mjög áþekkt, að sögn yfirmanns hjá greiningardeild MF Global. Munurinn sé, að nú séu ríki í hættu en ekki fyrirtæki. Næstu dagar og vikur ráði úrslitum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir óvissu hafa grúft yfir framvindu alþjóðlegra efnahagsmála. Sjónir manna hafi mest beinst að Evrópu og vandanum sem þar væri við að glíma. Ástandið væri hins vegar einnig tvísýnt í Bandaríkjunum. „Menn höfðu áhyggjur af efnahag Bandaríkjanna, en ekki síst þráteflinu í stjórnmálum hér. Þessi brjálæðislega þræta í sumar um skuldaþakið skaðaði Bandaríkin og alþjóðlegt efnahagskerfi heilmikið.“ Þrátt fyrir blikur á lofti segir Steingrímur of snemmt að búast við annarri kreppu. Hættan sé, auk málefna Bandaríkjanna, að skuldavandi Grikkja smitist yfir á stærri hagkerfi í Evrópu. „Á hinn bóginn er afkoma atvinnufyrirtækja ágæt. Þó bankar og fjármálafyrirtækin séu í vandræðum og ríkissjóðir skuldugir gera mörg fyrirtæki upp með ágætis hagnaði.“- kóp, - þeb
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira