Telja verðbólgu aukast í 4,3% Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. ágúst 2013 14:51 Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verð á matvöru hafi hækkað síðsumars. Fréttablaðið/Hrönn Tólf mánaða verðbólga fer í 4,3 prósent í mánuðinum gangi eftir ný spá Greiningar Íslandsbanka. Hækkunin nemur 0,3 prósentum frá fyrra mánuði, þegar verðbólga mældis 3,8 prósent. Bent er á í umfjöllun greiningar að verðbólga hafi þá ekki verið meiri síðan í febrúar síðastliðnum, gangi spáin eftir. Það kemur í ljós 28. ágúst þegar Hagstofan birtir mælingu sína á vísitölu neysluverðs. Helsta ástæðan fyrir aukinni verðbólgu telur greiningardeidlin vera útsölulok, en þær setji jafnan mark sitt á mælingu á verðbólgu í ágúst. Spáð er tæplega sex prósenta hækkun á verði á fötum og skóm, auk þess sem gert er ráð fyrir að matvara hafi hækkað í verði, ekki síst fiskur og ýmsar landbúnaðarafurðir. Greining Íslandsbanka segir jafnframt að verðbólguhorfur fyrir seinni hluta ársins hafi versnað lítillega. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði um og yfir fjórum prósentum út árið. Við spáum 0,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í september,“ segir í umfjölluninni. Helstu áhrifaþættir í þeim mánuði eru sagðir vera áframhaldandi útsölulok, hækkun húsnæðisliðar og árviss hækkun skólagjalda og verðs á ýmiskonar tómstundum og afþreyingu þar sem nýtt starfsár hefjist á haustin. Í október er svo gert ráð fyrir 0,4 prósent hækkun verðbólguvísitölunni vegna árstíðarbundinnar hækkunar á vetrarvörum, árstíðarhækkun flugfargjalda og húsnæðisverðs. „Spáum við því að verðbólga mælist 4,0 prósent í lok 3. ársfjórðungs og 4,4 prósent í árslok.“ Síðan gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir því að verðbólguþrýstingur verði áfram talsverður. „Kjarasamningar eru lausir í nóvemberlok, og er líklegt að samið verði til skamms tíma. Samningarnir munu væntanlega taka mið af verðbólgunni um það leyti sem þeir eru gerðir og teljum við líklegt að fast verði sótt að ná fram einhverri kaupmáttaraukningu. Innlendur kostnaðarþrýstingur á vöru- og þjónustuverð mun því verða til staðar næstu misserin.“ Þá er gert ráð fyrir að íbúðaverð haldi áfram að hækka þótt lát virðist vera á um þessar mundir. „Síðast en ekki síst mun krónan áfram leika lykilhlutverk í verðlagsþróun hér á landi, en þar teljum við að undirliggjandi leitni í átt til nokkurrar veikingar verði til staðar næstu ár.“ Spá Greiningar gerir ráð fyrir 3,9 prósenta verðbólgu að jafnaði á næsta ári og að verðbólgan mælist 4,1 prósent í desember 2014. Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga fer í 4,3 prósent í mánuðinum gangi eftir ný spá Greiningar Íslandsbanka. Hækkunin nemur 0,3 prósentum frá fyrra mánuði, þegar verðbólga mældis 3,8 prósent. Bent er á í umfjöllun greiningar að verðbólga hafi þá ekki verið meiri síðan í febrúar síðastliðnum, gangi spáin eftir. Það kemur í ljós 28. ágúst þegar Hagstofan birtir mælingu sína á vísitölu neysluverðs. Helsta ástæðan fyrir aukinni verðbólgu telur greiningardeidlin vera útsölulok, en þær setji jafnan mark sitt á mælingu á verðbólgu í ágúst. Spáð er tæplega sex prósenta hækkun á verði á fötum og skóm, auk þess sem gert er ráð fyrir að matvara hafi hækkað í verði, ekki síst fiskur og ýmsar landbúnaðarafurðir. Greining Íslandsbanka segir jafnframt að verðbólguhorfur fyrir seinni hluta ársins hafi versnað lítillega. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði um og yfir fjórum prósentum út árið. Við spáum 0,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í september,“ segir í umfjölluninni. Helstu áhrifaþættir í þeim mánuði eru sagðir vera áframhaldandi útsölulok, hækkun húsnæðisliðar og árviss hækkun skólagjalda og verðs á ýmiskonar tómstundum og afþreyingu þar sem nýtt starfsár hefjist á haustin. Í október er svo gert ráð fyrir 0,4 prósent hækkun verðbólguvísitölunni vegna árstíðarbundinnar hækkunar á vetrarvörum, árstíðarhækkun flugfargjalda og húsnæðisverðs. „Spáum við því að verðbólga mælist 4,0 prósent í lok 3. ársfjórðungs og 4,4 prósent í árslok.“ Síðan gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir því að verðbólguþrýstingur verði áfram talsverður. „Kjarasamningar eru lausir í nóvemberlok, og er líklegt að samið verði til skamms tíma. Samningarnir munu væntanlega taka mið af verðbólgunni um það leyti sem þeir eru gerðir og teljum við líklegt að fast verði sótt að ná fram einhverri kaupmáttaraukningu. Innlendur kostnaðarþrýstingur á vöru- og þjónustuverð mun því verða til staðar næstu misserin.“ Þá er gert ráð fyrir að íbúðaverð haldi áfram að hækka þótt lát virðist vera á um þessar mundir. „Síðast en ekki síst mun krónan áfram leika lykilhlutverk í verðlagsþróun hér á landi, en þar teljum við að undirliggjandi leitni í átt til nokkurrar veikingar verði til staðar næstu ár.“ Spá Greiningar gerir ráð fyrir 3,9 prósenta verðbólgu að jafnaði á næsta ári og að verðbólgan mælist 4,1 prósent í desember 2014.
Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent