Enginn dauðadómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Arnór Atlason er hér í leik með Flensburg fyrr á tímabilinu, áður en hann sleit hásin í nóvember síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór. Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór.
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira