Viðskipti innlent

Árni Þór vill skýr svör um laun bankastjórnenda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór spyr og hann vill svör.
Árni Þór spyr og hann vill svör.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir það algerlega óviðunandi að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi ekki svarað fyrirspurn hans um laun starfsmanna fjármálafyrirtækja, skilanefnda og slitastjórna. Svör frá ráðuneytinu birtust í gær, en Árna Þór fannst þau heldur rýr.

Árni Þór sagði að spurningunni hafi verið svarað tveimur mánuðum eftir að fyrirspurnin var lögð fram en ráðherra hafi samkvæmt þingsköpum 10 daga til að svara. „Svar hæstvirts ráðherra er það að hann hafi ekki tök á að svara spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Það er algerlega óviðunandi að það skuli ekki fást svör við þessum spurningum," sagði Árni Þór.

Árni Þór sagðist ekki hafa farið fram á svar frá ráðherra við spurningum um efni sem leynt skildu fara. „Hvers vegna getur ráðuneyti hans ekki á tveimur mánuðum tekið saman þær upplýsingar sem beðið er um," segir Árni Þór.

Árni Páll sagði að svörin hefðu ekki verið tiltæk í ráðuneytinu og það hefði ekki verið á ábyrgð ráðuneytisins að svara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×